Hoppa yfir valmynd
20. október 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ferli við birtingu auglýsinga á Starfatorg.is stafvætt

Að jafnaði eru á þriðja þúsund laus störf auglýst á Starfatorgi árlega.  - myndGolli

Hagkvæmni eykst með stafvæðingu ferlis við birtingu starfaauglýsinga á vefnum Starfatorg.is sem nú er komið í virkni. Á Starfatorgi eru birtar auglýsingar um laus störf hjá ríkinu  og árlega birtast að jafnaði á þriðja þúsund auglýsingar á vefnum.

Nýja ferlið felur í sér að hönnuð hefur verið vefþjónusta sem varpar auglýsingunum úr ráðningarkerfinu beint á vef Starfatorgs, en hingað til hefur mannshöndina þurft til að afrita upplýsingar úr ráðningarkerfi ríkisins eða tölvupósti til að stilla upp og birta á vefnum.

Þessi breyting leiðir til að birting auglýsinga verður skilvirkari og fljótlegri fyrir stofnanir ríkisins og hefur í för með sér vinnusparnað og þar með aukna hagkvæmni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta