Hoppa yfir valmynd
20. október 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ræddi hugmyndir um loftslagsgjöld á fundi OECD

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. - myndGolli

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í dag þátt í fundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um sjálfbæra þróun þar sem m.a. var rætt um hugmyndir um loftslagsgjöld á landamærum vegna innflutnings frá svæðum sem leggja ekki á kolefnisgjöld eða losunarkvóta og nýtingu gjaldanna í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Hugmyndir um slík gjöld eru til skoðunar hjá framkvæmdastjórn Evópusambandsins.

Fram kom í máli ráðherra á fundinum að brýnast væri að fjalla um umhverfismál í stóru samhengi og hvernig bregðast ætti við loftslagsvandanum.

Ljóst væri að loftslagsgjöld á landamærum væru nauðsyn í áliðnaði. „Ísland er nokkuð stórt á heimsmarkaði þegar kemur að framleiðslu áls. Í álframleiðslu hér á landi eru nýttir hreinir orkugjafar en þrátt fyrir marga alþjóðlega fundi og áhuga á grænum orkugjöfum er almennt ekki greitt yfirverð fyrir slíkar grænar afurðir,“ sagði ráðherra.

Rætt hefur verið um að nýta gjöld vegna kolefnisnotkunar í baráttuna gegn loftslagsvandanum í þróunarríkjum. Bjarni sagðist telja að til þess að samstaða næðist um slíkt þyrfti að verja umtalsverðum hluta tekna sem kæmu af slíkum gjöldum í aðgerðir í loftslagsmálum heimafyrir. Heppilegra væri að nýta þá innviði sem til staðar væru, svo sem Græna loftslagssjóðinn í stað þess að stofna nýja sem hefðu sama markmið.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta