Hoppa yfir valmynd
28. október 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Loftslagssjóður óskar eftir umsóknum um styrki

Loftslagssjóður auglýsir til umsóknar styrki til nýsköpunar og kynningar- og fræðslu á loftslagsmálum. Rannís hefur umsjón með sjóðnum, sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra.

Þetta er í annað skipti sem úthlutað er úr Loftslagssjóði og eru 175 milljónir til ráðstöfunar að þessu sinni. Styrkirnir eru veittir til eins árs og falla í tvo flokka. Annars vegar er um að ræða styrki til kynningar og fræðslu um loftslagsmál og hins vegar styrki til nýsköpunarverkefna en þeim er m.a. ætlað að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun. Styrkupphæð getur numið allt að 10 milljónum króna.

Í fyrstu úthlutun hlutu 10 nýsköpunarverkefni og 22 kynningar- og fræðsluverkefni styrk að heildarupphæð 165 miljónir króna. Á fimm ára tímabili verður rúmlega 600 milljónum króna varið til Loftslagssjóðs.

„Stofnun Loftslagssjóðs í fyrra var mjög ánægjulegt og mikilvægt skref því sjóðnum er ætlað að styðja við framúrskarandi hugmyndir um lausnir í baráttunni við hlýnun jarðar. Og, það er ekki síður mikilvægt að auka fræðslu bæði um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag og um leiðir til að ná árangri fyrir almenning og fyrirtæki. Þetta er eitt púslið í aðgerðum stjórnvalda og skiptir miklu máli fyrir framtíðina“, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2020.

Á heimasíðu Rannís má nálgast allar nánar upplýsingar um Loftslagssjóð, úthlutunarreglur og aðgang að umsóknarkerfi. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta