Nýr vefur Lyfjastofnunar tekinn í notkun
Lyfjastofnun hefur opnað nýjan vef með breyttu sniði. Hönnun vefsins byggist á þarfagreiningu sem gerð var meðal hagsmunaaðila og helstu notenda vefsins. Í tilkynningu á nýjum vef stofnunarinnar sem er 20 ára um þessar mundir, kemur fram að vefurinn sé mikilvægt samskiptatól fyrir stofnunina og mikið notaður af heilbrigðisstarfsfólki og starfsfólki apótaka. Hann nýtist m.a. vel við miðlun mikilvægra upplýsinga sem stöðugt þarf að uppfæra, eins og t.d. upplýsingar um lyfjaskort.