Opið samráð um evrópska tilskipun um losun koldíoxíðs frá nýjum bifreiðum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um endurskoðun á reglum um losun koldíoxíðs, CO2, frá nýjum bifreiðum, þ.m.t. sendibifreiðum. Samráðið stendur til og með 26. nóvember 2020.
Helsta markmiðið er að draga úr losun koldíoxíðs, CO2, frá bifreiðum og sendibifreiðum á hagkvæman hátt til að styðja við markmið Evrópusambandsins í lofslagsmálum. Þau voru sett fram með European Green Deal, sem byggt er á markmiðum ESB í loftslagsmálum. Samgöngur án losunar gróðurhúsa lofttegunda er hluti af markmiðum sambandsins um jafnvægi í losunarmáum um 2050.
Með samráðinu kemur framkvæmdastjórnin m.a. á framfæri fyrirætlum um að endurskoða reglugerð 2019/631 auk þess að gefa þeim sem telja sig málið snerta færi á að koma að athugasemdum og sjónarmiðum. Sérstaklega hefur framkvæmdastjórnin áhuga á að gefa þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta færi á að koma að sjónarmiðum sínum á þeim vandamálum sem við er að etja, hvernig framkvæmdastjórnin hefur metið þau sem og á þeim lausnum sem framkvæmdastjórnin hefur talið vænlegar.
Hægt verður að koma að athugasemdum og sjónarmiðum til og með 26. nóvember 2020.