Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2020 Forsætisráðuneytið

GRECO birtir eftirfylgniskýrslu um Ísland

Stjórnarráðshúsið - mynd

Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu (GRECO), hafa í dag birt eftirfylgniskýrslu um aðgerðir Íslands í fimmtu úttekt samtakanna á aðildarríkjunum. Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerð níu tillögur til Íslands í hvorum hluta.

Forsætisráðuneytið annast samskipti við samtökin vegna fyrri hluta úttektarinnar en dómsmálaráðuneytið fer með málefni sem varða síðari hluta hennar.Samkvæmt eftirfylgniskýrslu GRECO hefur Ísland nú innleitt fjórar tillögur sem varða æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Fjórar til viðbótar eru innleiddar að hluta að mati samtakanna en ein tillaga telst ekki innleidd.

Samtökin fara þess á leit að Ísland upplýsi um innleiðingu þeirra tillagna sem eftir standa fyrir þann 30. apríl 2022.Unnið er að innleiðingu tillagna GRECO í forsætisráðuneytinu í tengslum við vinnu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Í skýrslu starfshópsins frá september 2018 voru gerðar 25 tillögur til stjórnvalda og fela sumar þeirra í sér nánari útfærslu á tillögum GRECO. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hefur verið falið ráðgjafarhlutverk við innleiðingu tillagna starfshópsins, sjá framvinduskýrslu stofnunarinnar frá desember 2019.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta