Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2020 Utanríkisráðuneytið

Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á Heimsþingi kvenleiðtoga

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á Heimsþingi kvenleiðtoga - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók þátt í Heimsþingi kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women leaders, sem haldið var í síðustu viku.

Ráðherra flutti opnunarávarp á fyrsta degi þingsins, auk þess sem hann ræddi við Francescu Donner, ritstjóra hjá New York Times, um jafnréttisáherslur Íslands í utanríkisþjónustunni og um mikilvægi þess að karlmenn taki þátt í umræðunni um kynjajafnrétti. 

Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að fólk átti sig á því að það tapar enginn þegar kemur að kynjajafnrétti, heldur sé jafnrétti kynjanna öllum til hagsbóta. Hann sagði Íslendinga finna til ábyrgðar eftir að hafa verið í efsta sæti lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti í ellefu ár og að það væri mikilvægt að Ísland færi fram með góðu fordæmi, þar á meðal í utanríkisþjónustunni. Við mættum hins vegar ekki sofna á verðinum. 

„Daginn sem þú byrjar að taka kynjajafnrétti sem sjálfsögðum hlut, daginn sem þú verður andvaralaus, þá fyrst muntu sjá bakslag. Jafnrétti kynjanna er verkefni sem lýkur aldrei,“ sagði Guðlaugur Þór.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í heild sinni:

Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í gegnum fjarfundarbúnað sem stýrt var frá Hörpu í Reykjavík. Helsta umræðuefni þingsins voru áhrif heimsfaraldursins á konur en ljóst er að afleiðingar hafa verið neikvæðari fyrir þær en karla. Þannig hefur meðal annars kynbundið ofbeldi aukist um 30-40 prósent á heimsvísu. Þá er atvinnuöryggi kvenna er takmarkaðra en karla og hefur faraldurinn því meiri áhrif á tekjur þeirra. Ennfremur verja konur á heimsvísu þrefalt meiri tíma í ólaunuð ummönnunarstörf en karlmenn. 

Guðlaugur Þór flutti jafnframt opnunarávarp á ráðstefnunni:

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta