Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2020 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra meðal gesta á CARE verðlaunaafhendingunni

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er meðal þeirra sem fram koma á árlegri verðlaunaafhendingu bandarísku mannúðarsamtakanna CARE í kvöld en þau eru ein stærstu og elstu þróunar- og mannúðarsamtök heims.

Viðtal við Katrínu er meðal efnis á dagskrá viðburðarins en það var Michéle Flournoy sem ræddi við Katrínu um baráttu Íslands við COVID-19. Flournoy er talin líkleg í embætti varnarmálaráðherra í stjórn Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna.

Meðal annarra þátttakanda í dagskránni eru leikkonan Eva Longoria, tennisstjarnan Venus Williams og Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Dagskráin hefst klukkan eitt í nótt og er öllum opin. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta