Kapphlaupið að kolefnishlutleysi
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók í dag þátt í lokaumræðum ráðstefnunnar Race to Zero Dialogues en hún hefur staðið yfir undanfarna tíu daga og hefur það að meginmarkmiði að þrýsta á hraðari umskipti yfir í efnahagslíf án kolefnislosunar á grunni loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Umræðuefnið á fundi forsætisráðherra var mikilvægi nýrrar tegundar forystu í takt við þarfir 21. aldarinnar og þær áskoranir sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga, líffræðilegs fjölbreytileika, lýðheilsu og heimsfaraldurs.
Með forsætisráðherra á fundinum í dag voru meðal annarra Carlos Alvarado Quesada, forseti Costa Rica, Lotay Tshering, forsætisráðherra Buhtan, Sheikh Hasina, forsætisráðherra Banglades og Frans Timmermans, vara-framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sem fer með yfirumsjón með Græna sáttmála ESB (Green Deal).