Framlög árið 2020 vegna þjónustu við fatlað fólk 16,8 milljarðar kr.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endanlegt skiptihlutfall vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2020. Áður hafa verið gefnar út tvær áætlanir fyrir árið.
Áætlað er framlög ársins nemi rúmum 16,8 milljörðum króna. Þar að auki munu 670 m.kr. koma til úthlutunar í desember vegna þjónustu við fatlaða sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til að veita sveitarfélögum fjárhagslega viðspyrnu og verja lögbundna grunnþjónustu.
Breytingar sem verða á skiptihlutfalli frá annarri áætlun eru til komnar vegna nýliðunar, endurmats og öðrum minni uppfærslum á undirliggjandi gögnum. Nýsamþykkt og endanlegt skiptihlutfall byggir því á uppfærðum tölum og endurspeglar betur þann kostnað og þá þjónustu sem þjónustusvæðin veita.
Einnig var samþykkt tillaga um endurskoðaða áætlun um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á grunnskólaaldri á árinu 2020, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 351/2002.
Framlögin eru veitt á grundvelli SIS mats þeirra nemenda er lögheimili eiga í sveitarfélagi, óháð því hvar nemendurnir fá kennslu.
Ný áætlun verður gefin út í desember að teknu tilliti til athugasemda sveitarfélaga. Mun sú áætlun ráða endanlegum framlögum ársins.