Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2020 Utanríkisráðuneytið

Rafrænn viðskiptafundur Íslands og Eistlands á sviði stafrænnar stjórnsýslu

Rafrænn viðskiptafundur Íslands og Eistlands á sviði stafrænnar stjórnsýslu - myndUtanríkisráðuneytið

Möguleikar á starfrænum lausnum í opinberri þjónustu og nýjungar íslenskra og eistneskra fyrirtækja, einkum á sviði heilbrigðismála og í tengslum við Covid-19, voru í brennidepli á opnum rafrænum viðskiptafundi sem fram fór í morgun á milli Eistlands og Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, flutti þar erindi ásamt Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands. 

Í erindi sínu vék Guðlaugur Þór nánum og góðum samskiptum Íslands og Eistlands, möguleikum á sviði stafrænnar tækni og þeim tækifærum sem henni fylgdu á tímum heimsfaraldurs. „Þessi tækni sýnir að þrátt fyrir það álag sem farsóttin veldur í samfélögum okkar og efnahagslífi getum við unnið saman að nauðsynlegum lausnum. Ég er viss um að hugvitið eigi eftir að hjálpa okkur við að komast í gegnum faraldurinn og gera okkur enn sterkari að honum loknum. Raunar held ég að fullyrða megi að þetta ástand hraði þróun sem var löngu tímabær,“ sagði ráðherra í ávarpi sínu. 

Þá sögðu Andri Heiðar Kristinsson, forstjóri Stafræna Íslands og Kristo Vaher, yfirmaður tæknimála í efnahagsráðuneyti Eistlands, frá innleiðingu og möguleikum stafrænnar tækni í opinberri þjónustu í báðum löndum. 

Að því loknu voru eistnesk og íslensk fyrirtæki með örkynningar á lausnum sem þau hafa þróað og sem nýtast í opinberri þjónustu og í baráttunni við Covid-19. 

Í kjölfar fundarins fóru fram viðskiptafundir þar sem fyrirtækin gátu kynnt sig og rætt beint við hugsanlega kaupendur þjónustunnar í hinu landinu. Sex íslensk fyrirtæki tóku þátt í viðburðinum sem var skipulagður í samstarfi við Íslandsstofu.

  • Rafrænn viðskiptafundur Íslands og Eistlands á sviði stafrænnar stjórnsýslu - mynd úr myndasafni númer 1
  • Rafrænn viðskiptafundur Íslands og Eistlands á sviði stafrænnar stjórnsýslu - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta