Innlend hjálparsamtök styrkt
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að veita samtals 5 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til tíu innlendra hjálparsamtaka sem starfa hér á landi en sú venja hefur skapast á undanförnum árum að ríkisstjórnin styrki slík samtök í aðdraganda jóla.
Um er að ræða Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands, Rauða krossinn á Íslandi og Samhjálp.
Þá hefur félagsmálaráðuneytið styrkt fjölda félaga- og góðgerðarsamtaka til að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar á árinu og þau samtök sem hér er getið fengið tæpar 32 milljónir króna í fjárstyrk á árinu frá ráðuneytinu til að mæta afleiðingum faraldursins.