Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2020 Forsætisráðuneytið

Málþing um opið lýðræði

Þann 4. desember næstkomandi kl. 13:00-16:00 fer fram opið málþing á vefnum á vegum Efnahags- og framafarastofnunar Evrópu (OECD), forsætisráðuneytisins og rannsóknarverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð. Viðfangsefnið er að gera grein fyrir nýjungum í framkvæmd opins lýðræðis, einkum með hliðsjón af þeim hættum sem steðja að lýðræðiskerfum samtímans.

Í fyrri hluta málþingsins verður fjallað um nýútkomna bók Hélène Landemore, Open Democracy: Reinventing popular rule for the 21st Century. Eftir að höfundur gerir grein fyrir bókinni verður hún rædd af sérfræðingum á sviðinu og opnað fyrir spurningar áhorfenda. Í pallborði sitja Salvör Nordal, Jón Ólafsson og Alexander Hudson og verður sjónum sérstaklega beint að opnum lýðræðisferlum á Íslandi, t.d. á sviði lýðræðislegrar stjórnarskrárgerðar.

Síðari hluti málþingsins fjallar um nýja skýrslu OECD um aðkomu almennings að ákvarðanatöku, Catching the Deliberative Wave. Einn höfunda skýrslunnar, Claudia Chwalisz, kynnir skýrsluna en hún verður jafnframt rædd í pallborði sérfræðinga og áhorfendum gefinn kostur á að spyrja um efni hennar.

Málþingið er opið öllum án endurgjalds en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér: https://www.eventbrite.co.uk/e/open-democracy-and-new-democratic-institutions-tickets-130395353011

Að lokinni skráningu fá þátttakendur sendan hlekk á málþingið. Nánari lýsing á málþinginu er að finna hér: https://www.oecd.org/gov/open-government/open-democracy-and-new-democratic-institutions-workshop-iceland-2020.htm

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta