Hoppa yfir valmynd
10. desember 2020 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra flytur erindi á málþingi um endurskoðun stjórnarskrár

Íslenski fáninn - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður meðal þátttakenda á rafrænu málþingi lagadeildar Háskólans á Akureyri sem fram fer í dag í tilefni útgáfu nýrrar bókar um endurskoðun stjórnarskrár. Erindi Katrínar ber yfirskriftina Hefur stjórnarskrárvinna skilað einhverju?

Umrædd bók sem kom út á dögunum hjá Routledge útgáfunni ber heitið „Icelandic Constitutional Reform: People, Processes, Politics“. Bókinni var ritstýrt af þeim Ágústi Þór Árnasyni og Catherine Dupré en forsætisráðherra er meðal greinarhöfunda. Ágúst Þór lést á síðasta ári og verður ein málstofa á málþinginu helguð minningu hans.

Málþingið hefst kl. 14 í dag og er öllum opið en það fer að mestu leyti fram á ensku. Hægt er að skrá þátttöku sína hér.

Nánar um málþingið

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta