Hoppa yfir valmynd
11. desember 2020 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fyrsta úthlutun Matvælasjóðs: Beint streymi 16. desember

Fyrsta úthlutun Matvælasjóðs: Beint streymi 16. desember - myndJessica Vogelsang
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gréta María Grétarsdóttir, formaður Matvælasjóðs, kynna fyrstu úthlutun sjóðsins í beinu streymi þann 16. desember 2020 kl. 09:30. 

 

Hægt er að fylgjast með streyminu hér: 

 

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt.

 

Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.

 

Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á matvaelasjodur.is 
  • Merki Matvælasjóðs - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta