Hoppa yfir valmynd
16. desember 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Orkuskipti 2020 – úthlutun styrkja úr Orkusjóði

  - myndJohannes Jansson/norden.org

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að fela Orkusjóði að veita 192 milljónum kr. til 55 verkefna í orkuskiptum af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár. 

Sótt var um rúmar 482 milljónir kr til 76 verkefna. Flest verkefnin styðja við áframhaldandi rafvæðingu bílaflotans. Áherslan er nú á bílaleigur, samgöngufyrirtæki og sveitarfélög. Einnig er stutt við uppbyggingu innviða til nýtingar á metangasi og raforku til fóðurpramma í fiskeldi. Þessi verkefni eiga það öll sammerkt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni notkun á innlendri og vistvænni orku.

Styrkþegum er óskað til hamingju og velgengni við framkvæmdir.

Nánari upplýsingar um einstaka styrki Orkusjóðs árið 2020 má sjá hér 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
7. Sjálfbær orka
9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta