Hoppa yfir valmynd
22. desember 2020 Utanríkisráðuneytið

Ráðherrarnir ræddu loftferðasamning Íslands og Bretlands

Guðlaugur Þór á fundinum í dag - myndUtanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, átti í dag fjarfund með Robert Courts, ráðherra flug- og siglingamála og almannaöryggis í bresku ríkisstjórninni. Tilefni fundarins var nýafstaðin undirritun loftferðasamnings á milli Íslands og Bretlands sem tryggir flugsamgöngur á milli ríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Fyrir kórónuveirufaraldurinn voru Bretar næstfjölmennasti hópur ferðamanna á Íslandi. Lýsti breski ráðherrann yfir eindregnum vilja að heimsækja Ísland sjálfur um leið og aðstæður leyfðu. „Það er ekki ofsagt hversu mikilvægar flugsamgöngurnar eru á milli Íslands og Bretlands. Í venjulegu árferði fara um milljón flugfarþegar á milli landanna árlega, og rúmlega 300 þúsund breskir ferðamenn hafa sótt okkur heim ár hvert,“  sagði Guðlaugur Þór utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Þá ræddu ráðherrarnir sameiginleg gildi ríkjanna og  sterk vina- og viðskiptatengsl þeirra sem flugsamgöngur eiga stóran þátt í að tryggja. Þeir voru sammála um að mikilvægt væri að styrkja slík bönd á óvissutímum, m.a. með nýjum fríverslunarsamningi á milli ríkjanna.

  • Ráðherrarnir ræddu loftferðasamning Íslands og Bretlands - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta