Verðlaun úr sjóðnum „Gjöf Jóns Sigurðssonar“
Úthlutun verðlauna úr sjóðnum „Gjöf Jóns Sigurðssonar“ fyrir árið 2020 er lokið. Að þessu sinni eru veitt verðlaun fyrir 19 rit og eitt í smíðum, samtals 10,6 m.kr. Verðlaunin hljóta eftirfarandi:
Fyrstu verðlaun
Verðlaun til hvors höfundar nema kr. 1.200.000
Ritin Auðhumla, Heyannir, Stóra-Borg – staður mannlífs og menningar og Hér er kominn gestur: Um gesti og gangandi í aldanna rás eftir Þórð Tómasson
Jón Vídalín Skálholtsbiskup, ævisaga og ritsafn eftir Torfa K. Stefánsson Hjaltalín.
Önnur verðlaun
Verðlaun að upphæð kr. 800.000
Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918 eftir Gunnar Þór Bjarnason.
Jómsvíkingasaga – ritstjóri Þórður Ingi Jónsson. Þorleifur Hauksson og Marteinn Helgi Sigurðsson gáfu út með inngangi og skýringum.
Samvinna á Suðurlandi og Halldór Ásgrímsson: Ævisaga eftir Guðjón Friðriksson.
Tónlist liðinna alda: Íslensk handrit 1100-1800 eftir Árna Heimi Ingólfsson.
Úr hugarheimi séra Matthíasar eftir Gunnar Kristjánsson.
Þriðju verðlaun
Verðlaun að upphæð kr. 500.000
Frá Þjóðarsátt til Lífskjarasamnings eftir Guðmund Magnússon.
Íslenskir matþörungar eftir Eydísi Mary Jónsdóttir, Hinrik Carl Ellertsson, Silju Dögg Gunnarsdóttur og Karl Petersson.
Krossgötur – álfatrú, álfabyggð og bannhelgi á Íslandi eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og Svölu Ragnarsdóttur.
Maddama, kerling, fröken, frú: Konur í íslenskum nútímabókmenntum eftir Soffíu Auði Birgisdóttur.
Saga guðanna – ferðahandbók um veröld trúarbragðanna eftir Þórhall Heimisson.
Skiptidagar – nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal.
Jón Gunnarsson: Ævisaga eftir Jakob F. Ásgeirsson.
Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur.
Verðlaunað handrit í smíðum
Verðlaun til höfundar eru kr. 200.000
Arfur liðinna alda: I Handan Hindarfjalla og II Norðvegur eftir Aðalheiði Guðmundsdóttur.
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi. Í henni eiga nú sæti Sturla Böðvarsson, Halldór Gunnarsson og Sigrún Magnúsdóttir.
Sjóðurinn veitir viðurkenningar fyrir rit sem lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum. Auglýst er eftir umsóknum og úthlutað úr sjóðnum á tveggja ára fresti og er skilafrestur umsókna jafnan 1. september. Koma þá til álita þau rit sem komið hafa út eftir síðasta umsóknafrest sjóðsins tveimur árum áður. Ráðgert er að næst verði auglýst eftir umsóknum í júní 2022.
Sjá nánari upplýsingar hér.