Hoppa yfir valmynd
23. desember 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Drög að breytingum á reglum vegna styrkveitinga til eflingar hringrásarhagkerfisins með grænni nýsköpun

Við Reykjavíkurhöfn - myndYadid Levy / Norden.org

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglum vegna styrkveitinga til grænnar nýsköpunar.

Markmiðið með styrkveitingunum er m.a. að bæta úrgangsstjórnun á Íslandi, efla tækifæri til endurvinnslu úrgangs sem næst upprunastað og að stuðla að aukinni endurvinnslu úrgangs sem fellur til hér á landi.

Sveitarfélög og einkaaðilar sem starfrækja söfnun úrgangs eða endurvinnslu innanlands geta sótt um styrki s.s. til kaupa á tækjum og öðrum búnaði til sérstakrar söfnunar, jarðgerðar og annarrar endurvinnslu úrgangs. Lögð er áhersla á að styrkja verkefni sem bæta stjórnun úrgangs úr pappír, málmum, plasti, gleri, viði, textíl og lífbrjótanlegs úrgangs og sem stuðla að endurvinnslu úrgangsins. Jafnframt er lögð áhersla á að styðja við hágæða endurvinnslu sem felur í sér að úrgangi verði haldið í síendurtekinni hringrás þar sem það er mögulegt.

Gert er ráð fyrir að styrkjum verði almennt veitt til afmarkaðra verkefna til eins árs í senn. Þó er heimilt ef um er að ræða lengri verktíma að veita árlegan styrk til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárveitingar á fjárlögum hverju sinni.

Hver einstakur styrkur getur almennt ekki numið hærri fjárhæð en sem nemur 10% af heildarfjárheimild hvers árs.

Frestur til að skila umsögnum um drögin að reglugerðinni í samráðsgátt stjórnvalda er til 12. janúar næstkomandi.

Drög að reglum vegna styrkveitinga til grænnar nýsköpunar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta