Hoppa yfir valmynd
4. janúar 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Málþing um vísindarannsóknir á tímum heimsfaraldurs 13. janúar

Heilbrigðisráðuneytið vekur athygli á opnu málþingi sem vísindasiðanefnd boðar til um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði á tímum Covid-19. Markmiðið er að leiða saman fulltrúa rannsóknasamfélagsins, heilbrigðisyfirvalda og eftirlitsaðila til að ræða þá möguleika og þær áskoranir sem felast í rannsóknum meðan á faraldri stendur. Málþingið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík 13. janúar næstkomandi kl. 13.00 – 16.00 og verður streymt beint frá viðburðinum.

Vísindasiðanefnd er skipuð af heilbrigðisráðherra samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Hlutverk hennar er að meta vísindarannsóknir á heilbrigðissviði og tryggja að þær samrýmist vísindalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum. Auk þessa skal nefndin meta samstarfsverkefni, fjölþjóðlegar rannsóknir, klínískar lyfjarannsóknir og aðrar áætlanir um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem ekki falla undir verksvið siðanefnda heilbrigðisrannsókna samkvæmt 11. gr. laganna. Nefndinni er einnig ætlað að taka þátt í almennri og fræðilegri umræðu á vettvangi lífsiðfræði, veita ráðgjöf og birta leiðbeinandi álit um viðfangsefni á verksviði nefndarinnar. Líkt og segir í lögunum skal þess gætt við skipun nefndarinnar að í henni eigi sæti einstaklingar með sérþekkingu á sviði aðferðafræði heilbrigðisvísinda, siðfræði, lögfræði og persónuverndar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta