Góð reynsla komin á starf samskiptaráðgjafa
Starfinu gegnir nú Sigurbjörg Sigurpálsdóttir sem er klínískur sálfræðingur og starfar innan Domus Mentis geðheilsustöðvar .
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra
„Markmið okkar er að allir geti stundað sín áhugamál í öruggu umhverfi. Ég fagna því hversu vel hefur gengið að koma þessu verkefni á legg frá því að ný lög voru sett í kjölfar #metoo-byltingarinnar, og að þjónustan sé nú komin í fulla virkni. Þessi ráðgjöf er mikilvæg, hún er hlutlaus því samskiptaráðgjafinn er óháður og svo er hún líka gjaldfrjáls og opin öllum sem hana þurfa.“
Sigurbjörg Sigurpálsdóttir samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs:
„Hér er kominn öruggur vettvangur til þess að allir iðkendur, starfsmenn og sjálfboðaliðar; börn, unglingar og fullorðnir óháð kynferði eða stöðu, geta leitað sér aðstoðar eða réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað í íþrótta- eða æskulýðsstarfi án þess að þurfa að óttast afleiðingar. Öllum ábendingum sem varða einelti, áreitni og ofbeldi er tekið alvarlega og þær kannaðar, öll mál eru unnin eftir ákveðnu verklagi með trúnað og skilning að leiðarljósi. Auk þess getur samskiptaráðgjafi veitt félögum og samtökum leiðbeiningar varðandi slík mál og gerir tillögur til úrbóta þegar við á. Markmiðið er að auka öryggi og þar með ánægju í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Einnig má ítreka að starf samskiptaráðgjafa er óháð íþrótta- og æskulýðsfélögum- og samtökum, stuðlar þannig að hlutleysi í meðferð mála og er vonandi hvatning til þess að leita þangað þegar þess þarf.“
Nánari upplýsingar um hlutverk samskiptaráðgjafans, feril mála og forvarnir er að finna á vefnum samskiptaradgjafi.is