Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2021 Forsætisráðuneytið

Staða jafnlaunavottunar í árslok 2020

Í lok árs 2020 höfðu 274 fyrirtæki og stofnanir innleitt jafnlaunastaðalinn og fengið jafnlaunavottun. Er hér um að ræða 60% af þeim starfsmannafjölda sem áætlað er að ákvæði um jafnlaunavottun nái til eða um 88 þúsund starfsmenn. Enn eru tvö ár eftir af innleiðingartímanum en fyrir lok árs 2022 eiga öll fyrirtæki og stofnanir sem lög um jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu taka til að hafa lokið innleiðingu. Frá áramótum hafa svo 6 fyrirtæki bæst við þannig að heildarfjöldi þeirra er nú 280.

Jafnlaunavottanir gengu mjög vel á síðustu mánuðum ársins..Jafnréttisstofa sendi á síðasta ári út fyrirspurn til þeirra aðila sem ekki höfðu klárað innleiðingu fyrir lögbundinn frest og voru þá langflestir komnir vel af stað með innleiðingu. Ljóst er þó að heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn hjá mörgum og seinkaði ferlinu. Alls höfðu 51 fyrirtæki öðlast jafnlaunavottun innan lögbundins frests. Um er að ræða fyrirtæki sem hafa frá 25 starfsmönnum til 149 starfsmanna.

Ný jafnréttislög kveða á um aukið hlutverk Jafnréttissstofu þegar kemur að jafnlaunavottun, jafnlaunastaðfestingu og ekki síst eftirliti með framfylgd og framgangi. Þess er vænst að með breytingunni verði eftirlitið skilvirkara þar sem fyrirtækjum og stofnunum er nú gert skylt að veita Jafnréttisstofu allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að sinna eftirlitinu.                                                                                                                                                                  Í lok árs 2020 sendi forsætisráðuneytið út könnun um framgang jafnlaunavottunar til fyrirtækja og stofnana sem áttu að hafa lokið innleiðingu og vottun fyrir árlok 2020. Fram kom að nánast allir svarendur sem ekki höfðu lokið innleiðingu jafnlaunastaðals, voru komnir vel á veg. Flestir töldu betra skipulag við launasetningu vera helsta ávinninginn af innleiðingu staðalsins. Tæp 60% svarenda töldu innleiðingu staðalsins hafa aukið gagnsæi þegar kemur að launaákvörðunum og rúm 70% að innleiðingin muni auka traust starfsmanna til málefnalegrar launasetningar.

Þann 24. október sl. skrifaði forsætisráðuneytið undir samning við Hagstofu Íslands um rannsókn á launamun kynjanna. Rannsóknin mun taka til alls vinnumarkaðarins og vera mikilvægur þáttur í að meta árangur jafnlaunavottunar við að útrýma kynbundnum launamun. Lokaniðurstöður eiga að liggja fyrir í júní 2021.

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta