Kynningarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála
Innflytjendaráð stendur fyrir kynningarfundi föstudaginn 22. janúar, kl. 11-12, fyrir þá sem hyggjast sækja um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála sem auglýstir hafa verið. Farið verður yfir umsóknarferlið, reglur um úthlutun og áherslur sjóðsins í ár. Fundurinn fer fram í gegnum Teams. Þeir sem hyggjast sækja fundinn eru beðnir um að senda staðfestingu þess efnis í tölvupósti til Hrafnhildar Kvaran á netfangið [email protected].
Skráðir þátttakendur munu fá sent fundarboð.
Dagskrá:
11:00 Tatjana Latinovic, formaður innflytjendaráðs, kynnir áherslur þróunarsjóðs í ár.
11:15 Hrafnhildur Kvaran, starfsmaður innflytjendaráðs, fer yfir reglur þróunarsjóðs innflytjendamála og umsóknarferlið.
11:30 Þórdís Lilja Jensdóttir, verkefnastjóri Háskólaseturs Vestfjarða sem sér um umsýslu með afgreiðslu styrkja úr Þróunarsjóði innflytjendamála.
11:45 Umræður og spurningar.
12:00 Fundi slitið.