Menntasamstarf Íslands og Suður-Kóreu
„Þetta samkomulag snertir á mikilvægum þáttum eins og upplýsingamiðlun um umbætur í menntamálum, viðurkenningu prófgráða, tungumálanám, kennaramenntun og virkari samstarfstengslum milli háskóla, rannsóknamiðstöðva og annarra menntastofnana landanna. Þá höfum við einnig á hug á því að skoða hvort koma eigi á gagnkvæmum námsstyrkjum milli Íslands og Suður-Kóreu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Kveikjan að samkomulaginu var fundur Lilju með Kim Sang-Kon þáverandi menntamálaráðherra og varaforsætisráðherra Suður-Kóreu í Seúl árið 2018:
„Við höfum mörgu að miðla en einnig margt að læra af reynslu Suður-Kóreu sem stendur framarlega á ýmsum sviðum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að menntamálum, tækniþróun og samkeppnishæfni. Ég horfi ekki síst til þess hvernig þeim hefur tekist að efla umgjörð í kringum störf kennara og starfsþróun þeirra, og hvernig menntakerfið þeirra hefur þróast með aukinni tæknivæðingu,“ segir ráðherra.