Áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar fólkvangsins í Garðahrauni
Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar fólkvangsins í Garðahrauni efra í Garðabæ. Áformin eru kynnt í samstarfi við Garðabæ og Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Friðlýsingin er hluti af friðlýsingarátaki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í samstarfi við Umhverfisstofnun.
Markmið friðlýsingarinnar er að stækka fólkvanginn í Garðahrauni sem svæði til útivistar og almenningsnota og að ná fram skipulegri heildarmynd hraunsins sem talið er sérstætt á landsvísu.
Garðahraun var friðlýst sem fólkvangur í apríl 2014. Það er hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um 8100 árum. Á því svæði sem fyrirhugað er að bæta inn í fólkvanginn nú er jaðar hraunsins við Hraunhóla helluhraun, en innar á hrauninu tekur við klumpahraun.
Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferðarreglu náttúruverndarlaga.
Áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar Garðahrauns efra í Garðabæ