Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2021 Dómsmálaráðuneytið

​Dómnefnd skilar umsögn um umsækjendur um embætti dómenda við Endurupptökudóm

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skila umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómenda við Endurupptökudóm, sem auglýst voru laus til umsóknar í Lögbirtingablaði þann 18. september 2020. Um er að ræða tvö embætti dómenda og tvö embætti varadómenda. Alls bárust 17 umsóknir um embættin en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar síðar til baka.

Það er niðurstaða dómnefndar að Eyvindur G. Gunnarsson og Jóhannes Karl Sveinsson sé hæfastir umsækjenda til að gegna embætti dómenda við Endurupptökudóm.

Á eftir þeim komi, jafn settir, Árni Vilhjálmsson, Eiríkur Elís Þorláksson, Reimar Pétursson og Stefán Geir Þórisson. Þessir fjórir séu því hæfastir til að gegna embætti varadómenda við Endurupptökudóm.

Dómnefndina skipuðu: Helgi I. Jónsson, formaður, Ari Karlsson, Halldór Halldórsson, Óskar Sigurðsson og Skúli Magnússon.

Umsögn dómnefndar má lesa hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta