Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2021 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Farsímasamband bætt á vegum í Árneshreppi

Frá Árneshreppi á Ströndum - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ákveðið að veita Árneshreppi á Ströndum tæplega 500 þúsunda króna styrk til að tryggja áframhaldandi farsímasamband á stórum hluta vega í hreppnum. Styrkurinn verður greiddur af ráðstöfunarfé ráðherra.

Styrkurinn verður nýttur til að standa undir kostnaði við rekstur fyrirliggjandi farsímasendis til bráðabirgða, sem að öðrum kosti yrði lokað, eða allt þar til að nýr farsímasendir verður reistur við flugvöllinn á Gjögri seinni hluta þessa árs fyrir tilstuðlan fjarskiptasjóðs og Neyðarlínunnar. Uppsetning á nýja sendinum er liður í umfangsmiklum endurbótum á fjarskiptastöðum um land allt sem komnar eru vel á veg.

„Öryggi fjarskipta hefur mikla þýðingu fyrir byggðir og samgöngur um land allt. Neyðarlínan hefur á síðustu misserum, með fjárstuðningi fjarskiptasjóðs og í samvinnu við fjarskiptafyrirtækin, unnið mikilvægt starf við að bæta öryggi fjarskipta utan alfaraleiða og á fjallvegum og þjóðvegum. Styrkurinn er hugsaður til að brúa bilið þar til íbúar Árneshrepps fá framtíðarlausn með nýjum fjarskiptasendi við Gjögur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Yfirstandandi átaksverkefni um endurbætur á fjarskiptastöðum hófst eftir mikil óveður á landinu í desember 2019. Í lok síðasta árs hafði varaafl verið bætt á 68 fjarskiptastöðum, einkum á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Í næsta áfanga verður hugað að varaaflstöðvum á Suðurlandi, Vesturlandi og suðvesturhorninu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta