Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2021 Innviðaráðuneytið

Fjarfundur um skipulag og hönnun grænna svæða á Norðurlöndum

Í tilefni af útgáfu bókar á vegum Nordregio sem nefnist Green Visions: Greenspace Planning and Design in Nordic Cites verður haldið rafrænt útgáfuboð með fyrirlestrum þriðjudaginn 26. janúar nk. milli kl. 14-16. Höfundar fá til liðs við sig virta landslagsarkitekta víðs vegar að frá Norðurlöndum til að fjalla á gagnrýnan hátt um skipulag og hönnun grænna svæða í borgum og bæjum á Norðurlöndum.

Norrænar borgir eru þekktar fyrir að hlúa vel að grænum svæðum, bæði hvað varðar fjölgun þeirra og einnig varðveislu þeirra svæða sem fyrir eru. Í bókinni Green Visions eru fjallað um leiðir, þróun og framtíðarhorfur fyrir skipulagningu, hönnun og stefnumótun varðandi vistvænar borgir á Norðurlöndum. Þar deila höfundar áratuga þekkingu á hlutverki og þýðingu grænna svæða í þéttbýli í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi, Noregi og Finnlandi.

Nordregio er norræn rannsóknastofnun um byggðaþróun og heyrir undir Norrænu ráðherranefndina.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta