Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2021 Dómsmálaráðuneytið

Mælt fyrir frumvarpi um smásölu smærri brugghúsa

Dómsmálaráðherra mælti fyrir breytingu á áfengislögum á Alþingi í gær. Breytingar á lögunum fela í sér að smærri brugghúsum verði gert kleift að selja áfent öl í smálsölu á framleiðslustað að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

 Undanfarinn áratug hefur smærri brugghúsum, svonefndum handverksbrugghúsum, fjölgað mikið um allt land. Handverksbrugghús eru brugghús sem eru í eðli sínu smá og leggja áherslu á minni framleiðslu, gæði og sjálfstæði. Árið 2018 voru stofnuð Samtök íslenskra handverksbrugghúsa og eru á þriðja tug smærri brugghúsa meðlimir í samtökunum. Samhliða fjölgun innlendra brugghúsa hefur eftirspurn og áhugi almennings á innlendri áfengisframleiðslu aukist. Endurspeglast það meðal annars í umtalsverðri fjölgun á íslenskum áfengisafurðum, þá sérstaklega áfengu öli. Með frumvarpinu er leitast við að styðja við áframhaldandi vöxt og þróun á rekstrarumhverfi smærri brugghúsa á Íslandi.

Ekki er talið að þessi breyting muni hafa teljandi áhrif á lýðheilsu þjóðarinnar þrátt fyrir að breytingin feli í sér fjölgun á áfengisútsölustöðum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta