Uppfærð loftslagsmarkmið send SÞ
Uppfærð markmið Íslands í loftslagsmálum um aukinn samdrátt í losun, sem kynnt voru á leiðtogafundi um loftslagsmetnað í desember sl., hafa verið tilkynnt formlega til skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.
Þau fela í sér samdrátt í losun, um 55% eða meira til 2030 m.v. 1990, í samfloti með ESB og Noregi,
Jafnframt var ákveðið í desember að efla aðgerðir einkum í landnotkun, sem munu auðvelda Íslandi að ná settu markmiði um kolefnishlutleysi fyrir 2040 og að auka framlög til loftslagstengdra þróunarsamvinnuverkefna.
Fjallað verður um uppfærslu landsmarkmiða á 26. aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem fyrirhugað er að halda í Glasgow í nóvember 2021.