Hoppa yfir valmynd
2. mars 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Athugasemdir við málflutning formanns velferðarnefndar í fjölmiðlum

Alþingishúsið - myndMynd: Heilbrigðisráðuneyti

Heilbrigðisráðuneytið gerir alvarlegar athugasemdir við málflutning formanns velferðarnefndar í sjónvarpsfréttum RÚV kl. 22.00 í gær. Formaðurinn tjáði sig þar um viðkvæm málefni sem rædd voru á lokuðum nefndarfundi og varða talmeinafræðinga, sjúkraþjálfara og hjúkrunarheimili sem rekin eru á vegum sveitarfélaga. Í þingskaparlögum er afdráttarlaust kveðið á um að trúnaður skuli ríkja um málefni sem rædd eru á lokuðum nefndarfundum. Heilbrigðisráðuneytið verður að geta treyst því að samskipti við velferðarnefnd byggi á heilindum, virðingu fyrir þeim málum sem þar eru til umfjöllunar og að trúnaðar sé gætt líkt og áskilið er í lögum. Samningaviðræður standa yfir milli Sjúkratrygginga Íslands og fyrrnefndra aðila og bendir ráðuneytið á að ógætileg ummæli í fjölmiðlum um mál sem rædd eru í trúnaði á lokuðum fundi velferðarnefndar geti spillt fyrir þeim viðræðum.

Heilbrigðisráðuneytið hefur sent formanni velferðarnefndar bréf með athugasemdum sínum og afrit af því til forseta Alþingis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta