Hoppa yfir valmynd
2. mars 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mælt fyrir frumvarpi sem tekur á mansali

Dómsmálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um breytingar á mansalsákvæðum almennra hegningarlaga. Í frumvarpinu er lagt til að mansalsákvæði almennra hegningarlaga verði rýmkað með það fyrir augum að auka vernd þolenda mansals og greiða fyrir því að hægt sé að sækja brotamenn til saka.

Mansal er flókið og margþætt refsivert brot. Umfjöllun um mansal í íslensku samfélagi hefur að miklu leyti verið bundin við mansal í tengslum við vændi og skipulagða brotastarfsemi. Fram kom í máli ráðherra að einungis hafa þrjú mál byggð á mansalsákvæðinu komið til kasta dómstóla og reynst erfitt að ná fram sakfellingu vegna mansals þó sakfelling hafi fengist í öðrum sakarefnum málanna.

Framanaf var mansalsumræða einkum tengd vændi, en síðustu misserin hefur sjónum í vaxandi mæli verið beint að vinnumansali og annarri hagnýtingu fólks í veikri stöðu. Frumvarpið tekur á verknaðarlýsingu mansals sem tryggir betur vernd brotaþola gagnvart ýmis konar nauðung.

Fram kom í máli ráðherra að gera megi ráð fyrir að fleiri mansalsmál farið í rannsókn eftir að lögin taka gildi. „Meginefni frumvarpsins lýtur að því að treysta enn frekar vernd þolenda mansals, ekki síst kvenna og barna, sem á heimsvísu eru seld í vændi eða misnotuð kynferðislega með öðrum hætti. Þá hafa efnahagsþrengingar, stríðsátök og pólitískur óstöðugleiki í heiminum ýtt undir flutning fólks í leit að betri lífskjörum. Hefur það leitt til þess að þörf er á að treysta enn frekar vernd hælisleitenda, flóttafólks, farandverkafólks og erlends vinnuafls til að berjast gegn nauðungarvinnu og nauðungarþjónustu, þrælkun eða ánauð,“ sagði dómsmálaráðherra í fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi.

Nánari upplýsingar um frumvarpið og framgang þess á vefsíðu Alþingis

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta