Hoppa yfir valmynd
10. mars 2021 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Tillaga að nýrri evrópskri reglugerð um reiki á farsímanetum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í febrúar sl. til umsagnar, í opnu samráði, tillögu að endurnýjaðri reglugerð (e. recast) um reiki á farsímanetum innan sambandsins. Gert er ráð fyrir að ný reglugerð öðlist gildi 1. júlí 2022, eða í kjölfar þess er gildandi reikireglugerð (ESB) 531/2012 fellur úr gildi (30. júní 2022), og að gildistími hennar verði 10 ár. 

Tillagan er nú til skoðunar hjá EFTA-ríkjunum innan EES sem hafa frest til 14. apríl nk. til að gera athugasemdir við hana og leggja mat á aðlögunarþörf.

Samevrópskar reikireglur voru fyrst settar 2007 og hafa tekið breytingum, m.a. með lögfestingu reglunnar um „roam like at home“ árið 2017. Hún felur í stuttu máli í sér að ef notkun gagnamagns er innan hóflegra marka gildir heimaverðskrá farsímafyrirtækis innan alls Evrópska efnahagssvæðisins. Notkun gagnamagns hefur margfaldast í Evrópu frá þeim tíma. 

Nánar um reglugerðina

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta