Hoppa yfir valmynd
19. mars 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Samskiptaráðgjafi pólskumælandi til starfa í heilbrigðisráðuneytinu

Anna Karen Svövudóttir samskiptaráðgjafi pólskumælandiHeilbrigðisráðuneytið hefur ráðið Önnu Karenu Svövudóttur til 6 mánaða í 40% starf samskiptaráðgjafa pólskumælandi. Verkefni hennar snúa að því að efla og bæta upplýsingagjöf við pólskumælandi íbúa landsins á sviði heilbrigðisþjónustu. Á Íslandi búa yfir 20.000 Pólverjar og þeir eru langfjölmennastir í hópi innflytjenda hér á landi eða um 37%.

„Ég legg áherslu á að heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg öllum og í fjölmenningarsamfélagi eins og okkar er mikilvægur liður í því að miðla upplýsingum um þjónustuna þannig að þær skili sér til fólks af erlendum uppruna“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Anna Karen hóf störf í ráðuneytinu 3. mars síðastliðinn. Verkefni hennar til að byrja með hafa snúið að því að kortleggja hvað til er af upplýsingum á pólsku um skipulag heilbrigðisþjónustu og einstaka þjónustuþætti hjá stofnunum heilbrigðiskerfisins, hvar og hvernig þær upplýsingar eru aðgengilegar og hvað má bæta í þeim efnum í samstarfi við hlutaðeigandi stofnanir.

Anna Karen er með mikla reynslu af starfi við þýðingar og túlkun, hún hefur starfað við kennslu, hefur reynslu á sviði verkefnastjórnunar og býr að þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Anna Karen leggur stund á nám í þýðingarfræðum við Háskóla Íslands (HÍ), hefur lokið 60 eininga námi í samfélagstúlkun frá HÍ og er með BA próf í íslensku frá sama skóla.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta