Dagur Norðurlanda - upptökur frá málþingum
Degi Norðurlanda er fagnað 23. mars ár hvert. Af því tilefni stóð Norræna ráðherranefndin í dag fyrir fimm málþingum á vefnum um þau fimm málefni sem formennskulandið Finnland leggur áherslu á. Það eru norrænar lausnar á sviði jafnréttismála, stjórnsýsluhindrana, hringrásarhagkerfis, málfrelsis og menningarmála.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, tók þátt í lokafundinum, en yfirskrift hans var: Virði menningar á Norðurlöndum á krísutímum - norrænt menningarsamstarf í fortíð, nútíð og framtíð. Streymi á alla fundina er á vef ráðherranefndarinnar.
- Upptökur frá málþingum á degi Norðurlanda
- Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, samstarfsráðherra Norðurlanda