Hoppa yfir valmynd
29. mars 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024 í samráðsgátt

Drög að að þingsályktunartillögu  um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021- 2024 eru komin í samráðsgátt stjórnvalda - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur sett drög að þingsályktunartillögu  um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021- 2024 í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningur getur komið á framfæri ábendingum og tillögum.

Í drögum að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda eru kynntar aðgerðir í málefnum innflytjenda til næstu fjögurra ára. Aðgerðirnar endurspegla meginmarkmið laga um málefni innflytjenda nr. 116/2012 um að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Líkt og fyrri framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda byggist þessi á fimm stoðum, þ.e. samfélag, fjölskylda, menntun, atvinnumarkaður og flóttafólk. Þær aðgerðartillögur sem settar eru fram í þessari framkvæmdaáætlun eru ýmist   framhald þeirrar aðgerða sem hófust í fyrri framkvæmdaáætlun eða eru settar fram á grundvelli niðurstaðna rannsókna- og þróunarverkefna undanfarinna ára og þróunar samfélagsins.

Þingsályktunartillagan verður í samráðsgátt stjórnvalda til og með 9. apríl næstkomandi og er almenningur og hagaðilar hvattir til að senda inn umsögn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta