Hoppa yfir valmynd
29. mars 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Uppfærður viðauki við úrgangsforvarnir birtur

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur birt uppfærslu á viðauka við stefnuna
Saman gegn sóun – almenn stefna um úrgangsforvarnir 2016–2027.

Í stefnunni er fjallað um níu áhersluflokka; matvæli, plast, textíl, raftæki, grænar byggingar, pappír, aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og úrgang frá stóriðju.

Í uppfærslu viðaukans eru skilgreindir árangursvísar fyrir flokkinn matvæli og sett töluleg markmið um að draga úr matarsóun. Árangursvísarnir byggja á fyrirmælum Evrópusambandsins um samræmdar mælingar á matarsóun og eru tölulegu markmiðin sem sett eru samhljóða tillögum starfshóps ráðherra að aðgerðum gegn matarsóun.

Uppfærslan nú hefur einnig að geyma uppfærðar tölulegar upplýsingar úr viðaukavið Saman gegn sóun. Má þar meðal annars sjá að það dró úr notkun burðarplastpoka um helming á milli áranna 2018 og 2019, en ákvæði til að draga úr notkun einnota burðarpoka voru fest í lög í maí 2019 og tóku gildi í nokkrum þrepum. Í sumum öðrum þáttum þarf að ná betri árangri.

Saman gegn sóun – almenn stefna um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun 2. útgáfa viðauka mars 2021

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta