Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2021 Matvælaráðuneytið

Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir eftir umsóknum

Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna sem styðja við markmið sjóðsins um lágmörkun umhverfisáhrifa af völdum sjókvíaeldis, samkvæmt reglugerð nr. 874/2019.

Umhverfissjóður sjókvíaeldis starfar samkvæmt lögum nr. 71/2008 um fiskeldi, og er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Samkvæmt reglugerð nr. 874/2019 um Umhverfissjóð sjókvíaeldis skal stjórn sjóðsins taka ákvörðun um forgangsröðun verkefna við úthlutun hvers árs. Við mat á umsóknum við úthlutun árið 2021 munu njóta forgangs rannsóknarverkefni á laxalús, kynlausum eldisfiskum (genaþöggun) og orkuskiptum í sjókvíaeldi. Eftir sem áður styrkir sjóðurinn verkefni á sviði burðarþolsmats og vöktunar.

Stofnanir, fiskeldisfyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar geta sótt um styrki til sjóðsins.

Umsóknarfrestur er til klukkan 16:00, 28. maí 2021

Umsóknum er skilað rafrænt.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir þann 28. apríl 2021 á eyðublaðavef stjórnarráðsins 

Reglur og upplýsingar:

 

Nánari upplýsingar veitir:  Anna Guðný Guðmundsdóttir: [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta