Drög að landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt til kynningar
Drög að landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt eru nú til kynningar á vefsíðum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Vinna við áætlanirnar tvær er í samræmi við lög um landgræðslu og lög um skóga og skógrækt.
Verkefnisstjórnir, skipaðar af umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa yfirumsjón með vinnunni.
Drögin eru kynnt í sex vikur ásamt umhverfismati. Eftir að kynningu á áætlununum lýkur skila verkefnisstjórnirnar tillögum til ráðherra, sem samræmir áætlanirnar tvær, og gefur þær síðan út.