Hoppa yfir valmynd
17. maí 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Einstakt tækifæri stofnana á Nýsköpunarmóti

Frá Nýsköpunarmóti 2019 en mótið verður haldið með rafrænum hætti í ár.  - mynd

Opinberum stofnunum gefst einstakt tækifæri á að eiga samtal við fyrirtæki með það að markmiði að auka enn frekar nýsköpun, bæta þjónustu og skilvirkni í sínum rekstri, þegar Nýsköpunarmót verður haldið dagana 26. maí til 2. júní.

Þetta er í annað sinn sem Nýsköpunarmótið er haldið hér á landi en mikil ánægja var með mótið 2019. Í ár verður um „vef-mót“ að ræða. Stofnunum gefst kostur á að skrá inn áskoranir, þarfir eða verkefni sem þær standa frammi fyrir en fyrirtæki skrá inn sína sérþekkingu. Þátttakendur óska eftir stuttum fundum sín á milli (15 – 30 mín). Fundabókanir og allir fundir fara fram í gegnum vefsíðu Nýsköpunarmótsins.

Nú þegar hefur fjöldinn allur af fyrirtækjum skráð sig á Nýsköpunarmótið og eru opinberar stofnanir og sveitarfélög að bætast í hópinn með sín verkefni og áskoranir.

Ríkiskaup standa að Nýsköpunarmótinu í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið, en það verður hluti af Nýsköpunarvikunni sem fram fer 26. maí til 2. júní.

Stofnanir eru hvattar til að nýta sér þetta tækifæri og skrá sig til leiks.

Upplýsingar um nýsköpunarmótið - Hægt er að skrá sig til leiks hægra megin á síðunni undir „Register now“


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta