Hoppa yfir valmynd
17. maí 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Styrkir til doktorsrannsókna á samspili landnýtingar og loftslagsmála auglýstir

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur samið við Rannís um auglýsingu styrkja til doktorsnema til rannsókna á samspili landnýtingar og loftslagsmála.

Landnýting, s.s. beit, friðun, skógrækt og landgræðsla, hefur áhrif á vistfræðilega ferla náttúrunnar. Þessir ferlar eru m.a. tegundasamsetning og lífmassi plantna og dýra, vatnshringrás og næringarhringrás. Þeir bæði stýra bindingu og losun kolefnis í vistkerfinu og ráða hraða bindingar og losunar með samspili sínu.

„Það er mikið gleðiefni að geta stutt við grunnrannsóknir á sviði landnýtingar og loftslagsmála og þannig eflt þekkingu á þessu mikilvæga sviði sem aftur byggir undir upplýsta ákvarðanatöku í loftlagsmálum. Ég tel líka mjög mikilvægt að við fjölgum fólki með doktorsmenntun á þessu sviði og eflum þannig vísindasamfélagið. Bætt landnýting í þágu loftslagsmála mun gegna lykilhlutverki í að ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi árið 2040 og frekari bindingu kolefnis eftir þann tíma,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. “

Veittir verða þrír styrkir til þriggja ára.

Frekari upplýsingar eru á vef Rannís

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta