Hoppa yfir valmynd
20. maí 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra segir loftslagsvá á norðurslóðum vera heiminum hvatning til aðgerða

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra á fundi Norðurskautsráðs. - myndGunnar Geir Vigfússon

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerði loftslagsmál og plastmengun í hafi að umfjöllunarefni í ávarpi sínu á fundi Norðurskautsráðsins í dag.

Guðmundur Ingi sagði loftslagsvandann vera kjarnann í starfi Norðurskautsráðsins. „Hlýnun á norðurslóðum hefur verið þrefalt meiri en á heimsvísu á síðustu 50 árum. Loftslagsvandinn á norðurslóðum ætti að vera hvati um aukið samstarf heima fyrir og á heimsvísu varðandi bæði aðgerðir til að draga úr losun og aðlögun samfélaga.“

Ráðherra gerði plastmengun einnig að umtalsefni. Ný aðgerðaáætlun Norðurskautsráðsins um rusl í hafi, sem samþykkt hefði verið á ráðherrafundinum, væri gott innlegg í þeirri baráttu. Þá verði vonandi unnt að fylgja frekar eftir alþjóðlegri ráðstefnu um plastmengun á Norðurslóðum, sem haldin var  á Íslandi í vor á vegum ríkisstjórnar Íslands og Norrænu ráðherranefndarinnar. Ráðherra kom á framfæri því sjónarmiði að koma þyrfti á alþjóðlegum samningi vegna plastmengunar.

Guðmundur Ingi kom einnig inn á kynjajafnrétti á norðurslóðum og lagði þar sérstaka áherslu á að Ísland styðji réttindi hinsegin fólks.

Sameiginleg ósk allra ríkja norðurslóða sé að spenna í samskiptum verði áfram lítil á norðurskautssvæðinu, þar ríki virðing fyrir alþjóðalögum og venjum og að samstarf ríkjanna verði áfram gott. „Það hefur verið hinn sanni andi samstarfs norðurskautsríkja í aldarfjórðung og verður vonandi áfram,“ sagði ráðherra.

  • Ráðherra segir loftslagsvá á norðurslóðum vera heiminum hvatning til aðgerða - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta