Tillögur nefndar um stofnun þjóðaróperu unnar áfram
Skýrsla nefndar sem skipuð var til þess að gera tillögur að stofnun þjóðaróperu hefur skilað tillögum sínum til ráðherra. Ekki var full samstaða í nefndinni og því inniheldur skýrslan tillögur beggja, auk ályktana sem nefndinni bárust. Tillaga meirihluta nefndarinnar er að mennta- og menningarmálaráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum um sviðslistir og lögfesti stofnun þjóðaróperu. Minnihluti nefndarmanna lagði fram sérálit sem inniheldur þrjár tillögur þeirra.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
„Það er ljóst að fjölmörg sóknarfæri liggja í því að efla umgjörð um
óperustarfsemi hér á landi. Á vettvangi ráðuneytisins verður unnið að
mati á umfangi og kostnaðargreiningu tillögu um lögfestingu þjóðaróperu og vænti ég þess að afrakstur
þess geti legið fyrir í árslok 2021. Það felast ýmis samlegðaráhrif í virkara samstarfi sviðslista- og
tónlistastofnana sem einnig þarf að ræða nánar.“
Skýrslan Þjóðarópera: Uppspretta nýsköpunar úr jarðveg hefðar er nú aðgengileg á vef ráðuneytisins.