Hoppa yfir valmynd
27. maí 2021 Utanríkisráðuneytið

Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á vefráðstefnu um loftslagsmál

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra - myndHaraldur Guðjónsson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í gær þátt í vefráðstefnu um loftslagsmál. Ráðstefnan var haldin á vegum norrænu sendiráðanna í London, Norrænu ráðherranefndarinnar og Chatham House í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26. Yfirskrift hennar var Addressing the Climate Emergency While Staying Competitive.

Norrænar og breskar lausnir á loftslagsvandanum voru þar í forgrunni og kynntu Landsvirkjun og CarbFix sín störf en ljóst er að grænt hugvit þarf til að ná loftslagsmarkmiðum sem sett eru fram í Parísarsáttmálanum.

Guðlaugur Þór kynnti metnaðarfull markmið Íslands í loftslagsmálum sem og helstu leiðir að settu marki, mikilvægi grænna fjárfestinga og að atvinnulífið stígi í takt við stjórnvöld í umhverfismálum. 

Ráðherra sagði COP26 loftslagsráðstefnuna, sem fram fer í Glasgow í nóvember, þurfa að skila af sér skýrum og gegnsæjum reglum og lagarömmum. Mikilvægt sé að hugað sé að hagkvæmni þegar kemur að leiðum fyrir atvinnulífið að aðlaga sig að loftslagsvænum lausnum.

Ávarp ráðherra á ráðstefnunni má lesa hér. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta