Hoppa yfir valmynd
2. júní 2021 Utanríkisráðuneytið

Aðför að mannréttindum til umræðu á NB8-fundi

Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja ræddu öryggisáskoranir í Evrópu og aðför að mannréttindum og frelsi í álfunni á fjarfundi í dag. Auk þess var samstarf ríkjanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og nýafstaðin átök fyrir botni Miðjarðarhafs til umræðu á fundinum.

Ráðherrarnir lýstu miklum áhyggjum af stöðunni álfunni, sérstaklega í Úkraínu og í Belarús en öll hafa ríkin fordæmt nýjustu aðgerðir stjórnvalda í Belarús og aðför þeirra að mannréttindum og fjölmiðlafrelsi. Þá ræddu ráðherrarnir mikilvægi áframhaldandi samstöðu lýðræðisríkja um að standa vörð um fjölþjóðasamvinnu, mannréttindi og lýðræðisleg gildi. 

Samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í utanríkismálum hefur aukist undanfarin ár og eiga þau með sér náið samstarf á vettvangi alþjóðastofnana og sýna samstöðu í málum sem varða öryggi og gildi ríkjanna. Um þessar mundir sitja Noregur og Eistland í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Svíþjóð er í formennsku Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Þetta er í annað sinn sem ráðherrarnir ræða saman á árinu undir merkjum NB8-samstarfsins en Finnar eru í formennsku þess um þessar mundir.

María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnu, tók þátt í fundinum fyrir Íslands hönd.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta