272 umsóknir í Matvælasjóð
Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi og er styrknum ætlað að fleyta hugmynd yfir í verkefni. Alls bárust 124 umsóknir í Báru.
Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð. Alls bárust 58 umsóknir í Afurð.
Kelda styrkir rannsóknarverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu. Alls bárust 47 umsóknir í Keldu.
Fjársjóður styrkir sókn á markaði. Alls bárust 43 umsóknir í Fjársjóð.
Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla um land allt.
Allar upplýsingar um sjóðinn má finna hér á heimasíðu hans.
Nánar um sjóðinn á www.matvælasjóður.is