Hoppa yfir valmynd
9. júní 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Vefviðburður í dag: Landtenging hafna og notkun á umhverfisvænni orkugjöfum fyrir skip

Skýrsla um landtengingar í höfnum verður til umræðu á vefviðburði Grænu orkunnar, Verkís og Orkustofnunar í hádeginu í dag, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fól Verkís að vinna skýrsluna. 

Tilgangur verkefnisins er meðal annars að skapa góða yfirsýn yfir stöðu og horfur varðandi landtengingu hafna, með það að markmiði að styðja við þróun á notkun umhverfisvænni orkugjafa fyrir skip sem liggja við bryggju. Stefnt er að því að safna saman völdum upplýsingum og gera þær aðgengilegar miðlægt á kortagrunni, t.d. map.is eða sambærilegum miðli, þannig að allir sem hafa áhuga á landtengingu skipa geti leitað upplýsinga á aðgengilegan hátt. 

 

Á fundinum á eftir mun Kjartan Jónsson, rafmagns- og rekstariðnfræðingur hjá Verkís fara yfir stöðu verkefnisins. Sjá nánar á facebook síðu viðburðar en fylgjast má með í beinni útsendingu hér.

 

Hér má nálgast skýrsluna. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
9. Nýsköpun og uppbygging
7. Sjálfbær orka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta