Hoppa yfir valmynd
11. júní 2021 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Hringferð um Ræktum Ísland! Skráning á fjarfund og næstu fundir

Hringferð Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um Ræktum Ísland! umræðuskjal um landbúnaðarstefnu hefur gengið afar vel og ráðherra og verkefnastjórnin hafa nú haldið sjö af tíu fundum. 

„Þetta er lykilatriði við mótun landbúnaðarstefnu; náið samráð við fólkið í landinu. Ég hvet alla til að mæta til þessara funda, hlusta eftir þeim hugmyndum sem liggja fyrir og láta í sér heyra varðandi framhaldið enda er tilgangurinn með þessum fundum fyrst og að hlusta eftir viðhorfi fólks, hugmyndum og ábendingum,“ segir Kristján Þór. 

Ásamt ráðherra kynna þau Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís H. Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri, umræðuskjalið. Þar er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana.

Næstu fundir:
  • Mánudag, 14. júní  kl. 20:00- Þingborg á Selfossi.
  • Þriðjudaginn 15. júní kl 20:00 er fundur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu - Skúlagötu 3 í Reykjavík.
  • Síðasti fundurinn er fjarfundur kl 12:00 miðvikudaginn 16. júní. Mikilvægt er að skrá sig og fá sendan hlekk til að taka þátt í umræðunni á fjarfundinum hér:  https://forms.office.com/r/7msShkK04z. Skráningu líkur á miðvikudag kl 10:30 og þá fá þátttakendur sendar nánari upplýsingar. Þau sem ekki hafa getað tekið þátt í fundunum víðsvegar um landið eru hvött til þess að skrá sig og taka þátt í umræðunni á miðvikudag. 

Ásamt ráðherra kynna þau Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís H. Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri, umræðuskjalið. Þar er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana.

Hér má nálgast Ræktum Ísland! http://bit.ly/raektumisland

Hér má nálgast hljóðbók með umræðuskjalinu: Hljóðbók

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta