Hoppa yfir valmynd
12. júní 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Frumvarp varðandi bætur vegna atvinnusjúkdóma orðið að lögum

Alþingi hefur samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um slysatryggingar almannatrygginga. Með breytingunni hefur slysahugtak laganna verið rýmkað og  bætur fyrir varanlegt líkamstjón verða miskabætur, skýrt er kveðið á um að tryggingavernd nái einnig til bótaskyldra atvinnusjúkdóma og bætt hefur verið við nýrri lagagrein þar sem atvinnusjúkdómar eru í fyrsta skipti skilgreindir í íslenskum lögum.

Þessar breytingar fela í sér mikilvægar réttarbætur fyrir þá sem tryggðir eru samkvæmt lögunum en einnig var við undirbúning lagabreytingarinnar horft til þess að hún feli í sér ákveðið forvarnargildi: „Með skýrum ákvæðum um bótaskyldu vegna atvinnusjúkdóma skapast stóraukinn hvati til þess að slík tilvik séu tilkynnt til eftirlitsskyldra aðila. Þetta eykur yfirsýn og þekkingu á þessu sviði og stuðlar að virkari forvörnum til að fyrirbyggja miska af völdum atvinnusjúkdóma. Allt skiptir þetta miklu máli og í raun er þetta ekki aðeins mikilvæg réttarbót heldur einnig lýðheilsumál“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta