Hoppa yfir valmynd
14. júní 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Fimm ára aðgerðaáætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu lögð fram á Alþingi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndHeilbrigðisráðuneytið

Fimm ára aðgerðaáætlun heilbrigðisráðherra um framkvæmd heilbrigðisstefnu hefur verið lögð fram á Alþingi. Aðgerðaáætlunin tekur til áranna 2022 – 2026. Þetta er í þriðja sinn sem fimm ára aðgerðaáætlun er lögð fyrir Alþingi en heilbrigðisstefna til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi í júní 2019.

Framkvæmd heilbrigðisstefnu veltur á sameiginlegu átaki allra hagsmunaaðila, heilbrigðisráðuneytis og þeim heilbrigðisstofnunum sem heyra undir ráðuneytið. Því er mikilvægt að þessir aðilar geri starfsáætlanir og aðgerðaáætlanir með skýrum markmiðum og mælikvörðum til fimm ára í senn sem taka mið af heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og fimm ára aðgerðaáætlun.

Aðgerðaáætlunin hefur verið gefin út á skýrsluformi en er jafnframt aðgengileg sem þingskjal á vef Alþingis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta